Category Archives: Vetrarfjallamennska

Desemberklifur

Við Alfreð erum búnir að vera duglegir í vetrarklifri núna i Desember og enn duglegri í myndatökum eiginlega. Sumir segja að við getum ekki farið á fjöll án þess að búa til kvikmynd um það.

7.12 fórum við í Búahamra og upp snjógil þar sem heitir Skarð. Frekar stutt og einfalt en eitt eða tvö höft sem var smá brölt að komast upp.

Þann 14.12 fórum við svo á suðvesturhorn Kistufell sem var stórskemmtileg vetrargönguleið. Það var ágætt veður en töluverður vindur sem truflaði þó lítið í gilinu sjálfu. En á toppnum var varla stætt. Upphaflega planið okkar var að rölta niður Gunnlaugsskarð en snar hættum við þegar lentum í vindinum. Stoppuðum því bara örstutt uppi og sigum niður brattasta hlutann og fórum sömu leið til baka. Hér er gpx skrá með track-i. Við gengum frá Völlum en sú leið hentar kannski betur ef farið er á SA-hornið. Okkur sýndist allavega ekki vera verra að koma Bibbuleiðina frá Esjustofu og mögulega hefði verið hægt að keyra eitthvað áleiðis eins og færðin var þegar við fórum.

Og rétt fyrir jól náðum við að prófa ísklifur. Við prófuðum þægilega leið í Mosfellsdal sem heitir Út af Sporinu. Þar í næsta gili voru líka tvær aðrar leiðir með sömu gráðu (WI2) sem væri gaman að prófa