NA Hryggur Skessuhorns

Þetta er í annað skipti sem ég fer upp norðaustur hrygginn en í fyrsta sinn í alvöru vetraraðstæðum. Síðast þegar ég fór var kominn hálfgerður vorfílingur og þá var þetta meira klettabrölt í frekar ótraustu bergi en núna var snjór yfir öllu og nauðsynlegt að sveifla öxum. Virkilega skemmtileg leið á eitt fallegasta fjall landsins. Við tryggðum aðallega með snjóakkerum og einstaka sinnum með sling utanum kletta eða hlaupandi tryggingum.

Myndband frá ferðinni

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *