Ríkishringurinn

Ég tók saman í myndband upplýsingar og lýsingu á uppáhalds hlaupaleiðinni minni, Ríkishringnum í Heiðmörk. 

Ríkishringurinn er 12km löng og ákaflega vinsæl hlaupaleið í Heiðmörk. Leiðin hefst við bílastæðið hjá Helluvatni og hlaupinn er réttsælis hringur um skóginn og niður að Elliðavatni áður en komið er aftur á upphafspunkt. Mig langaði að taka saman upplýsingar og leiðbeiningar fyrir áhugasama utanvegahlaupara

Eins og fyrr segir hefst leiðin á bílastæði við Helluvatn og sjá á þessu korti frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur

Hægt að smella á myndina til að sjá stærri útgáfu

Og er Ríkishringurinn í raun sambland af fjórum merktum leiðum á Kortinu: Vatnahringur, Strípshringur, Skógarhringur og Norðmannahringur. Til að hitta á rétta leið er einfaldasta ráðið að beygja alltaf til vinstri en fara þvert yfir vegi.

One thought on “Ríkishringurinn”

  1. Takk fyrir að birta upplýsingar um þessa hlaupaleið, ég fór hringinn í fyrsta skipti í dag og var ekkert mál að rata. Það eru eins og er staurar með litum sem samsvara leiðunum á kortinu sem auðvelda þetta.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *