Ríkishringurinn

Ég tók saman í myndband upplýsingar og lýsingu á uppáhalds hlaupaleiðinni minni, Ríkishringnum í Heiðmörk. 

Ríkishringurinn er 12km löng og ákaflega vinsæl hlaupaleið í Heiðmörk. Leiðin hefst við bílastæðið hjá Helluvatni og hlaupinn er réttsælis hringur um skóginn og niður að Elliðavatni áður en komið er aftur á upphafspunkt. Mig langaði að taka saman upplýsingar og leiðbeiningar fyrir áhugasama utanvegahlaupara

Eins og fyrr segir hefst leiðin á bílastæði við Helluvatn og sjá á þessu korti frá Skógræktarfélagi Reykjavíkur

Hægt að smella á myndina til að sjá stærri útgáfu

Og er Ríkishringurinn í raun sambland af fjórum merktum leiðum á Kortinu: Vatnahringur, Strípshringur, Skógarhringur og Norðmannahringur. Til að hitta á rétta leið er einfaldasta ráðið að beygja alltaf til vinstri en fara þvert yfir vegi.