Undirbúningur

Eftir að ákvörðun var tekin um að klifra Matterhorn þurfti að huga að búnaði og reyna búa sig líkamlega undir gönguna. Ég var svo heppinn að fá gjafabréf í fertugsafmælisgjöf sem ég gat nýtt til að kaupa það sem upp á vantaði í bakpokann.

Ég hafði fyrirfram ekki miklar áhyggjur af því að vera ekki í nógu formi fyrir gönguna en var með örlítinn kvíða fyrir brattanum og skorti á klifurreynslu.

Samkvæmt því sem ég hafði lesið var klifrið á Matterhorn sagt ekki tæknilega erfitt, bara 5.3 – 5.4. Vandamálið var bara að ég hafði ekki hugmynd um hvað þessar gráður þýddu. Ég fór því á byrjendakvöld í klifurhúsinu og spreytti mig á leiðum með sama erfiðleikastig. Það gekk að mestu vel en reyndist algjör ofraun fyrir viðkvæma skrifstofuputta.

1

Við Kjartan fórum líka í nokkrar fjallgöngur. Hæst ber að nefna ferð á Skessuhorn í apríl en við fórum líka á Esjuna, Þverfellshorn og Kistufell auk þess sem ég hélt áfram í hlaupaprógramminu mínu í undirbúningi fyrir Esjuhlaupið þar sem ég hljóp tvær ferðir á 2klst.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *