Riffelhorn

Eftir 3 daga í Chamonix sem við nýttum í göngu upp að Lac Blanc og hæðaraðlögun á Aguille Du Midi var kominn tími til að keyra til Zermatt þar sem við myndum hitta guide-inn okkar á Gornegrat lestarstöðinni kl 7:45 þann 14. júlí

 

Það sem við héldum að væri þægilegt ganga/brölt á Riffelhorn reyndist ekki alveg rétt. Guide-inn okkar leiddi okkur að “bakhlið” Riffelhorn þar sem sjálft klifrið hafðist. 6 spanna klifurleið sem heitir Egg og er með frönsku gráðuna 4b. Hvorugur okkar hafði tekist á við fjölspanna klifur áður og reyndist þetta ansi krefjandi á köflum. Reyndi kannski mest á taugarnar því þetta var feykilega bratt og ógnvekjandi 300m fall, nánast lóðbeint, niður í jökuldalinn fyrir neðan. En upp komumst við óskaddaðir og fengum hrós frá leiðsögumanninum sem taldi okkur hæfa fyrir Matterhorn.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *