Næsta verkefni

Búin að vera töluverð lægð hérna á blogginu en eitt og annað verið brölt í millitíðinni samt. T.d. á Hvannadalshnúk með Eyja og félögum og Skessuhorn með Kjartani.

En núna er við Kjartan búnir að bóka ferð í Svissnesku Alpana í sumar þar sem við ætlum að gera atlögu að Mattehorn. Sem undirbúning förum við einnig á Riffelhorn sem er í forgrunni á myndi hér að neðan. Þar munu guide-arnir vega og okkur og meta. Vonandi munu þeir okkur ekki léttvæga finna því það getur gerst að guide-ar hafni göngumönnum og segi þeim að æfa sig betur fyrir Matterhorn.

riffel