Lokadagur í aðlögun

Í dag var planið að taka því rólega uppi á Midi og vera bara túristar. Endaði að vísu á því að labba meira en 12km en bara á strigaskónum. Fórum upp og önduðum að okkur þunna loftinu, vöppuðum um og tókum myndir. Dagurinn byrjaði að vísu ekki sérlega vel því kláfurinn stoppaði örstuttu eftir að hann lagði af stað. Minnugir óförum þeirra sem máttu dúsa næstum sólarhring í kláf fyrir örfáum dögum þá var þetta frekar óþægileg tilfinning. En sem betur fer þá fór kláfurinn af stað nokkrum mínútum síðar.

Við erum búnir að liggja yfir netinu að athuga með aðstæður í fjallinu og fara tvær færðir á túristaskrifstofuna til að fá ráðleggingar og ákvörðun liggur fyrir. Í fyrramálið leggjum við í hann og komum okkur upp í Nid d’Aigle þar sem gangan hefst. Gangan byrjar um 9:30 að staðartíma og má reikna með að það taki 5 tíma að komast upp í Gouter skálann þar sem við munum hvíla okkur fyrir toppdaginn.

 

 

 

 

One thought on “Lokadagur í aðlögun”

Leave a Reply to Elva Tryggvadottir Cancel reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *