Dagur 2 á Midi

Annar bjartur og fallegur dagur í hæðaraðlögun. Byrjuðum daginn aðeins fyrr en í gær og kíktum við á Túrista skrifstofunni til að kanna hvernig væri með aðstæður í fjallinu. Fórum svo aftur upp með kláfnum upp á Aguille de Midi en gengum aðeins lengra inn á jökulinn í þetta skipti í áttina að Valle Blanche. Gengum meðal annars undir kláfana sem stoppuðu hér í gær og tugir fólks þurftu að eyða nóttinni þar uppi. Annars bara mikið af því sama og í gær. Nema þegar við komum upp af jöklinum hittum við 12 Íslendinga sem voru að ljúka við Tour de Mont Blanc göngunni í kringum fjallið. Nokkur þeirra ætla svo að vera hérna lengur og ætla sömu leið og við á Mont Blanc.

 

Spenningurinn fyrir toppferðinni orðinn ansi mikill og helst myndi ég vilja leggja af stað strax í fyrramálið en það verður að virða hæðina og halda áfram einn dag í viðbót í hæðaraðlögun.

Á toppnum sáum við 6 wingsuit gaura vera að gera sig klára og það var frekar magnað að sjá þá alla stökkva niður. Eitt af því sem er svo gaman við að vera hérna í Chamonix er að fylgjast með öllu þessu extreme íþróttafólki svífa hérna um loftin í paraglider eða wingsuit og klifrarana klífa upp snarbratta klettaveggi.

 

 

 

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *