Eftir gott flug með EasyJet til Genf erum við komnir til Chamonix og erum núna í góðu yfirlæti í AirBnb íbúðinni. Komum hingað frekar seint og allar búðir lokaðar þannig við erum búnir að tæma alla skápa í leit að einhverju ætilegu. Þurrt coco pops og brimsalt pasta var ágætis nætursnarl.
Á morgun byrjum við í hæðarlögun og tökum kláf upp á Midi sléttuna sem er í um 3800m hæð. Veðurspáin næstu daga lítur ljómandi vel út allt útlit fyrir góða daga á fjöllum.
Fylgist spennt með, gangi ykkur vel 🙂
Gott ađ sjá myndir og fá fréttir. Gangi ykkur vel og njótiđ .
Takk 🙂 Frábær dagur í dag og góð spá áfram.
Þetta verður bara fjör hjá ykkur
Þetta er alveg geggjað hérna 🙂