Fyrsti dagur í hæðaraðlögun

Við byrjuðum daginn á að finna búnaðarleigu þar sem strákarnir fundu sér gönguskó og brodda og héldum svo í kringum hádegi með kláfnum upp til Aguille De Midi. Magnað að ferðast með kláf á nokkrum mínútum úr 1000m hæð upp í 3800m. Útsýnið alveg magnað og maður er hálf agndofa að horfa á öll fjöllin í kringum sig.

Við dóluðum okkur aðeins uppi hjá lyftunni og fylgdumst með Wingsuit gaurum hoppa niður og gengum síðan stutta leið í Cosmiques skálann og tilbaka. Veðrið hefði ekki getað verið betra og frábær dagur á fjöllum.

 

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *