Búnaðarkapphlaupið

Blekið var ekki þornað á þarsíðustu bloggfærslu þar sem ég lýsti því yfir að ég myndi leigja skó þegar ég var skyndilega staddur í útivistarverslun spígsporandi í gönguskóm. Að taka hnjáhreyfingar og skekja mjöðmunum á þann sem eingöngu fólk í skókaupum gerir.

Hvort ástæðan sé ótti við tásvepp úr rökum og illa lyktandi leiguskóm eða sú staðreynd að Alfreð hafi nýlega keypt flottari jakka en ég látum við liggja milli hluta. Þetta er veruleikinn og ferðakostnaðurinn hækkar stöðugt.

aku-terrealte-gtx-trekking-shoes

Tíminn til að ganga þá til er knappur en kemur vonandi ekki að sök. Ég fór prufuferð á Esjuna í dag upp að Steini og óhætt að segja þeir lofi góðu. Hrikalega þægilegir og engin óþægindi gerðu vart við sig. Ég er reyndar svo slæmu vanur í gönguskó málum eftir 10 ár í Scarpa skóm sem voru amk númeri of litlir að allt sem passar er algjör bylting. Hvernig mér datt í hug að kaupa svona litla skó verður mér alltaf ráðgáta.

2 thoughts on “Búnaðarkapphlaupið”

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *