Útbúnaður

Það þarf víst að bera eitthvað upp á þetta blessaða fjall. Megnið af þessum búnaði átti ég fyrir þar sem mikið til er þetta sama og ég hef notað í fjallaskíðamennsku og hefðbundnum göngum hér heima. Keypti þó nýjan bakpoka og hjálm. Týpískir gönguskór duga ekki en ég ætla ekki að fara útí þá fjárfestingu og mun leigja mér skó. Tek bara með nóg af teipi á hælana.

 • Bakpoki 30-45L
 • Skel þ.e. vatns og vindheldur öndunarfatnaður, buxur og jakki
 • Stífir gönguskór (leigi þá úti)
 • Legghlífar
 • Innsta lag; síðerma ullarbolur og buxur
 • Göngubuxur
 • Göngusokkar 2-3 pör
 • Sólgleraugu og sólvörn
 • Skíðagleraugu
 • Fleece peysa
 • Dúnúlpa eða aukapeysa
 • Húfa – lambúshetta og venjuleg
 • Vettlingar – þunnir hanskar og belgvettlingar
 • Myndavél
 • Klifurbelti
 • Karabínur, prússikbönd og slingar
 • Ísexi
 • Hjálmur
 • Broddar
 • Snjóflóðaþrenning (Ýlir, skófla og stöng)

 

Hér er þetta myndrænt. Reyndar búnaðurinn sem ég tók með mér á Hrútfjallstinda. Tek ekki tjald og útilegu stól með mér til Frakklands.

búnaður

Ryksugan verður líka eftir heima.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *