Rúm vika í brottför

Eftir 8 daga fljúgum við félagarnir til Genf þaðan sem við tökum bílaleigubíl og keyrum í bæinn Chamonix. Þar gistum við fyrstu dagana og förum í styttri ferðir til að aðlagast hæðinni. Við reiknum svo með, ef veður leyfir, að leggja af stað á tindinn á sunnudeginum 11. september. Þá tökum við lest upp í Nid D’Aigle (Arnarhreiðið) sem er í um 2700m hæð. Þar byrjar gangan upp í Gouter skálann þar sem við hvílum okkur fyrir toppdaginn.

route

Skálinn var vígður árið 2012 og er því nokkuð nýlegur og lítur eiginlega út eins og geimskip hafi lent þarna á fjallsbrúninni.

skálinn

Frá skálanum leggjum við af stað í niðamyrkri kl 2 um nóttina og ef allt gengur vel þá verðum við á toppnum rétt eftir sólarupprás.

Það er að ýmsu að hugsa síðustu dagana eins og t.d. skrá sig í austurríska alpaklúbbinn sem býður upp á alþjóðlega tryggingar fyrir félaga sína í ferðum eins og þessum. Tína til síðustu hlutina sem vantar á búnaðarlistann og refresha langtíma veðurspánna nokkrum sinnum á dag.

Leave a Reply

Your email address will not be published. Required fields are marked *