151 Tindur

Islensk_fjoll_175Margir þekkja bókina Íslensk fjöll – gönguleiðir á 151 tind sem Ari Trausti og Pétur Þorleifsson skrifuðu og vinsælt að metast um hversu mörg fjöll þau hafa klárað úr bókinni.

Til að auðvelda mér yfirsýn yfir fjöllin í bókinni og halda utan um hvaða fjöll ég hef klárað setti ég þau öll inn sem punkta á google maps. Grænu fjöllin (35) eru þau sem ég hef klárað. En það væri óðs manns æði að reyna við öll fjöllin í bókinni. Mörg eru langt úr alfaraleið og erfitt að komast að þeim. En gaman að stefna á klára sem flest, amk á Suð-vestur horninu og mögulega einhver af þeim meira spennandi t.d. í Vatnajökli.